Fyrirtækjarannsókn   Prenta 

M10 ehf., veitir þjónustu á sviði fyrirtækjarannsókna. Tilgangur slíkrar rannsóknar er að koma í veg fyrir dýr mistök fyrir okkar viðskiptavini áður en viðskipti af einhverju tagi eru kláruð. Okkar þjónusta miðar að því annars vegar að kanna bakgrunn fyrirhugaðra viðskipta svo sem að kanna fyrirhugaða samninga, bakgrunn þeirra aðila sem standa að viðskiptunum og það umhverfi sem viðskiptin eiga að fara fram í. Á meðal þess sem skoðað er eftirfarandi:

  • Öll skjöl sem tengjast viðkomandi fyrirtækjum eða þeim aðilum sem standa að viðskiptunum.
  • Viðskiptasaga eigenda er skoðuð og fundið út hver bakgrunnur þeirra er
  • Reynt að koma auga á atriði sem erfitt er að finna út í viðskiptunum en geta haft slæm eða neikvæð áhrif á fyrirhuguð viðskipti eða þau fyrirtæki sem eiga í hlut
  • Lagaumhverfi sem unnið er í er skoðað
  • Skoðun á opinberum gögnum svo sem skjöl frá Credit Info og hlutafélagaskrá ásamt sakavottorðum og öðrum mögulegum vottorðum
  • Tryggja að þær eignir sem til staðar eru sé réttilega skráðar á eigendur, hvort skuldir og skuldbindingar séu réttar, hvort viðskiptavinir séu raunverulega til staðar
  • Hvort fundargerðir og hluthafasamkomulag sé til staðar og farið ofan í efni þeirra
  • Hvort ábyrgðir eða kröfur sem ekki koma fram í opinberum gögnum séu til staðar

Við hvaða aðstæður getur verið rétt að láta fara fram slíka óháða rannsókn:

  • Við samruna, sölu eða kaup á fyrirtæki eða viðskiptaeiningum
  • Við gerð leigusamninga eða annarra viðskiptasamninga
  • Ef rekja þarf mögulegar eignir eða kanna viðskipti fyrri eigenda
  • Við gjaldþrot fyrirtækja eða þegar fyrirtæki fer í gegn um nauðasamninga
  • Þegar verið er að semja við nýjan viðskiptamann
  • Þegar lagaumhverfi er óljóst
  • Þegar verið er að kaupa fasteign eða selja þarf að kanna áhvílandi skuldbindingar
  • Ef óljóst er með starfsmannamál og starfsmannasamninga
  • Ef kanna þarf hvort starfsmaður/stjórnarmaður/hluthafi sé í reynd með þá menntun og þekkingu sem hann segist vera með
  • Rannsóknir af þessu tagi geta verið misviðamiklar en í öllum tilvikum er gerð skýrsla sem kynnt er og rædd í trúnaði með okkar viðskiptamönnum.
  • Til að fá frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu okkar í síma 517-0150 eða á netfangið agust@m10.is
  • Fyrsta viðtal er alltaf án kostnaðar. Unnið er á tímagjaldi eða föst verðtilboð.

Rannsóknir af þessu tagi geta verið misviðamiklar en í öllum tilvikum er gerð skýrsla sem kynnt er og rædd í trúnaði með okkar viðskiptamönnum.

Til að fá frekari upplýsingar hafið samband við skrifstofu okkar í síma 517-0150 eða á netfangið agust@m10.is

Fyrsta viðtal er alltaf án kostnaðar. Unnið er á tímagjaldi eða föst verðtilboð.


Kaup og sala fyrirtækja Stefnumótun Lögmannsstofa Rekstrarerfiðleikar
M10 ehf | Fjarðargötu 11, 222 Hafnarfirði | Smáralind 2 hæð | Sími: 517-0150 / 898-0236, | agust@m10.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun