Lögmannsstofa   Prenta 

M10 ehf. er auk þess að vera sérhæft fyrirtæki í fyrirtækjaráðgjöf, lögmannsstofa sem sinnir einkum lögfræðitengdum verkefnum í tengslum við fyrirtækjalögfræði og ráðgjöf fyrir einstaklinga.

Meðal helstu verkefni okkar eru:

Samningagerð. Við sérhæfum okkur í samningagerð af ýmsum toga m.a. fjárfestingarsamningar, hluthafasamkomulag, leigusamningar, kaupsamningar og afsöl, lánasamningar o.s.frv.

Umsýsla með félög. Hér undir fellur þjónusta við erlenda og innlenda viðskiptamenn sem felur í sér að starfsmenn M10 ehf. sjá um daglegan rekstur félaganna þ.e. samningagerð, tilkynningar til opinberra aðila, samskipti við bókara og endurskoðendur félaga. Oft er um að ræða félög sem nokkrir aðilar eiga saman og vantar einhvern til þess að sjá um lágmarksþjónustu við félagið.

Stofnun og sala á nýjum félögum. Við tökum að okkur stofnun á félögum hér á landi og erlendis. Þá eigum við á lager tóm félög sem viðskiptamenn okkar geta fengið með einu símtali eða tölvupósti.

Skuldaskilasamningar fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þegar einstaklingar og fyrirtæki sjá fram á að skuldir eru orðnar of þungur baggi að bera þarf að hafa samband við kröfuhafa og reyna með einhverjum hætti að semja um greiðslur og/eða eftirgjöf á skuldum eða endursemja um skilmála lána. Við aðstoðum bæði einstaklinga og fyrirtæki í málum af þessu tagi. Við tökum að okkur að aðstoða einstaklinga sem hafa hug á því að sækja um greiðsluaðlögun eða samning um niðurfellingu skulda. 

Önnur þjónusta.

  • Verjendastörf.
  • Álitsgerðir um lögfræðileg málefni.
  • Aðstoð við innheimtumál.
  • Skiptastjórn í þrotabúum.
  • Málflutningur.
  • Hefðbundin lögfræðistörf.

Kaup og sala fyrirtækja Stefnumótun Lögmannsstofa Rekstrarerfiðleikar
M10 ehf | Fjarðargötu 11, 222 Hafnarfirði | Smáralind 2 hæð | Sími: 517-0150 / 898-0236, | agust@m10.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun